ALGENGAR SPURNINGAR
Ég hef ekki fengið neinn póst frá ykkur varðandi pöntunina mína.
Pósturinn frá okkur gæti hafa lent í others/spam/promotion hluta á pósthólfinu þínu.
Hvar sæki ég pöntun?
Allar pantanir eru sendar með Dropp, þú færð tilkynningu í sms eða email þegar pakkinn þinn er á leiðinni og tilbúinn á afhendingarstað sem þú valdir í innkaupaferlinu.
Hvenær get ég sótt?
Þú færð tilkynningu frá Dropp í sms þegar pakkinn þinn er kominn á afhendingarstað.
Hvaða verslanir heyra undir Bestseller á Íslandi?
Jack & Jones, Name it, Selected, Vero Moda og Vila.
Hvernig veit ég í hvaða verslun tiltekin vara fæst?
Þegar þú ýtir á stærð vöru kemur fram fyrir neðan hvar varan er fáanleg.
Ég pantaði vöru sem var merkt "væntanleg", hvenær má ég eiga von á að fá vöruna afhenda?
Það má búast við að vörur sem eru væntanlegar verði tilbúnar til afhendingar með Dropp á næstu 3-10 dögum frá kaupum. Aðrar vörur (ekki undir væntanlegt) eru almennt 1-3 daga að berast.
Ég þarf að skila vöru sem ég pantaði á netinu, hvernig virkar það?
Þurfir þú að endursenda vöru geturðu fundið allar upplýsingar á kvittuninni.
Þú getur skipt/skilað vöru í þeirri verslun sem varan er seld í eða endursent pakkann með Dropp.
Hér getur þú kynnt þér skilareglur Bestseller.is betur.