ALGENGAR SPURNINGAR

Ég hef ekki fengið neinn póst frá ykkur varðandi pöntunina mína.

Pósturinn frá okkur gæti hafa lent í others/spam/promotion hluta á pósthólfinu þínu.

Hvar sæki ég pöntun?

Pantanir sem sækja á í verslun eru sóttar í afgreiðslu Bestseller.is; staðsett innst inni í verslun Selected í Smáralind. Skoða opnunartíma hér.

Hvenær get ég sótt?

Þú færð tilkynningu í tölvupósti um leið og pöntun er afgreidd og tilbúin til afhendingar.

Get ég látið sækja fyrir mig?

Já – við biðjum viðskiptavini að framvísa “Pöntun afgreidd” póstinum þegar pöntun er sótt.
Það er gott að áframsenda póstinn á þann sem sækir pöntunina fyrirfram.

Hvaða verslanir heyra undir Bestseller á Íslandi?

Jack & Jones, Name it, Selected, Vero Moda og Vila.

Hvernig veit ég í hvaða verslun tiltekin vara fæst?

Hér getur þú séð í hvaða verslun Bestseller vörumerkið er fáanlegt.

Ég þarf að skila vöru sem ég pantaði á netinu, hvernig virkar það?

Þurfir þú að endursenda vöru geturðu fundið allar upplýsingar á kvittuninni.
Þú getur skipt/skilað vöru í þeirri verslun sem varan er seld í eða komið til okkar í afgreiðslu Bestseller.is
Endurgreiðslur eru aðeins framkvæmdar í afgreiðslu Bestseller.is.
Hér getur þú kynnt þér skilareglur Bestseller.is betur.