ATVINNA OG MANNAUÐSMÁL
Hjá Bestseller á Íslandi starfar stór hópur fólks á öllum aldri. Saman vinnum við að því að veita viðskiptavinum góða þjónustu og kappkostum að selja Íslendingum danska hönnun á góðu verði.
Hér að neðan getur þú kynnt þér launa- og mannauðsstefnu Bestseller.
MANNAUÐSSTEFNA BESTSELLER
Við leggjum ríka áherslu á að starfsfólki líði vel í starfi og upplifi sig sem hluta af öflugri og metnaðarfullri liðsheild. Mikil áhersla er lögð á jákvæðan starfsanda, gott upplýsingaflæði, að starfsfólk sýni frumkvæði og ábyrgð í starfi og veiti framúrskarandi þjónustu. Við fögnum fjölbreytileika og viljum skapa skemmtilegt, nærandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi þar sem starfsmenn geta eflst og vaxið. Kynntu þér mannauðsstefnu Bestseller betur hér.
JAFNLAUNASTEFNA BESTSELLER
Jafnlaunastefna Bestseller liggur til grundvallar allra launaákvarðana hjá fyrirtækinu. Það er stefna Bestseller að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að allir starfsmenn njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Stefnan byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Kynntu þér jafnlaunastefnu Bestseller hér.
ATVINNA
Vilt þú vera hluti af líflegum, fjölbreyttum og samheldnum vinnustað? Þú getur kynnt þér lausar stöður innan fyrirtækisins hér eða í gegnum hlekkinn hér að ofan.