ATVINNA

Vinnuumhverfið okkar er mjög lifandi, við tökum á móti nýjum vörum í hverri viku og erum í miklu sambandi við Bestseller í Danmörku. Stór hluti af starfseminni fer fram í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind en hluti starfsmanna vinnur einnig á skrifstofu fyrirtækisins og á lagernum sem eru staðsett í Garðabæ. Verslanir okkar eru ellefu talsins, tíu í Smáralind og Kringlunni ásamt netversluninni bestseller.is.

Aldurstakmark hjá BESTSELLER er 20 ára.

Við tökum við öllum umsóknum í gegnum Alfreð.
Til að skoða auglýsingar um laus störf geturðu leitað að “Bestseller” inni á Alfreð eða smellt á hnappinn hér fyrir neðan.