UM BESTSELLER

Árið 1975 var danska fyrirtækið Bestseller stofnað af hjónunum Merete Bech og Troels Holch Povlsen. Þau ráku fyrirtækið við góðan orðstír til ársins 2005 en þá tók sonur þeirra, Anders Holch Povlsen, við keflinu. Í dag er hann forstjóri Bestseller og eini eigandi félagsins.

Bestseller sérhæfir sig í tísku og rekur yfir 2.700 verslanir undir eigin merkjum, í 32 löndum. Vörur þeirra eru hins vegar seldar í yfir 16.000 verslunum um allan heim. Undir regnhlíf Bestseller eru meðal annars merkin Jack & Jones, Vero Moda, Selected, Vila og Name It ásamt fleiri undirmerkjum.

Bestseller á Ísland

Fyrsta VERO MODA búðin var opnuð árið 1993 og þá á Laugavegi. Fyrir þann tíma höfðu vörur BESTSELLER verið seldar í búðum víðsvegar um landið. Í dag eru reknar 12 búðir undir merkjum BESTSELLER. Eigendur BESTSELLER á Íslandi (V.M. ehf) eru hjónin Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.

Mannauður
Yfir 120 manns starfa hjá Bestseller á Íslandi og rekur félagið skrifstofur og vörulager í Gilsbúð 5 í Garðabæ. Stjórnendur leggja ríka áherslu á jákvætt og uppbyggilegt umhverfi fyrir starfsfólk og er markmið félagsins að veita Íslendingum tækifæri til að versla hágæða tískufatnað á hagstæðu verði og veita viðskiptavinum sínum góða og trygga þjónustu.

V.M. ehf
kt. 650478-0539. 
Gilsbúð 5
210 Garðabær
S. 575-4000
bestseller@bestseller.is

VSK – númer: 37052