SKILMÁLAR

1. GR. ALMENNT

Neytendur eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir versla í netverslun V.M. ehf., www.bestseller.is. 

Um notkun vefsíðu og netverslunar V.M. ehf. gilda skilmálar þessir. Með því að nota vefsíðu og netverslun V.M. ehf. samþykkir og viðurkennir neytandi að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.

V.M. ehf., kt. 650748-0539, er með einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Bestseller á Íslandi. Skrifstofa félagsins er staðsett að Gilsbúð 5, 210 Garðabæ. Virðisaukaskattsnúmer 37052. Símanúmer er 575 4000. Skrifstofan er opin frá kl. 9 – 16 alla virka daga. Hafir þú einhverjar ábendingar um netverslun eða verslanir Bestseller í Kringlunni, 4-12, 103 Reykjavík, eða Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á netfangið bestseller@bestseller.is. 

Sért þú undir 16 ára aldri viljum við vekja athygli þína á að nauðsynlegt er að þú og forráðamenn þínir kynnið ykkur skilmála þessa áður en þú skráir þig inn á síðuna. 

V.M. ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.

2. GR. VERÐ

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

V.M. ehf. áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, s.s vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum netverslunar er að ræða.

3. GR. VÖRUR TIL EINKANOTA

Vörur í netverslun V.M. ehf. eru eingöngu ætlaðar til persónulegra nota. Undir engum kringumstæðum er heimilt að stunda endursölu á vörum V.M. ehf. án tilskilinna leyfa. V.M. ehf. áskilur sér rétt til að stöðva afgreiðslu pantana eða halda eftir hluta þeirra ef talið er að þær brjóti í bága við þessa skilmála.

4. GR. NÁKVÆMNI UPPLÝSINGA

Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir í netverslun. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar með vörum birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og minniháttar uppfærslutafir.

5. GR. GREIÐSLULEIÐIR

Greiðslu má inna af hendi með greiðslukorti og Netgíró.
V.M. ehf. er eigandi vörunnar þar til pöntun er afgreidd og heimild fyrir greiðslu þar með nýtt.

6. GR. HEIMSENDING OG FERILL PANTANA

Dropp afhendir samdægurs á Höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu..

Höfuðborgarsvæðið: Sendingar sem berast Dropp fyrir kl. 14 eru tilbúnar til afhendingar samdægurs fyrir kl. 17:00.

Suðvesturhornið: Sendingar sem berast Dropp fyrir kl. 14 eru tilbúnar til afhendingar samdægurs fyrir kl. 19:00.

Landsbyggðin: Sendingar eru tilbúnar til afhendingar eftir 1-2 virka daga.

Ath. að samdægurs heimsending Eimskip Innanlands (áður TVG Express) miðast við dagsetningu afgreiðslu pöntunar, ekki endilega þá dagsetningu sem pöntun er gerð.
Pantanir afgreiddar eftir kl. 14 eru sendar af stað næsta virka dag.

Athugið að afhendingartími getur verið breytilegur eftir heimilisfangi viðkomandi.

Ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira býðst viðskiptavinum ókeypis sending*.
Uppfylli pöntun ekki þessi skilyrði bætist sendingargjald við í greiðsluferli.
*ATH. Afhendingamátar (heimsending, box, afhending á afhendingarstaði Dropp) eru breytilegir eftir póstnúmerum og ekki þeir sömu um allt land.

Leitast er eftir því að afgreiða allar pantanir eins fljótt og hægt er. Á álagstímum getur tekið örlítið lengri tími en venjulega að klára afgreiðslu á pöntun.

Neytandi fær tilkynningu um að pöntun sé móttekin um leið og hún er kláruð á bestseller.is. Viðkomandi fær svo staðfestingarpóst þegar pöntun hefur verið pakkað og hún þá afgreidd. Þá er hægt að sækja pöntun til okkar hafi sá möguleiki verið valinn. Ef heimsending, sending í box eða á annan afhendingarstað var valin er pöntun komin í ferli hjá Dropp.

Dropp keyrir út allar pantanir sem bókaðar eru í heimsendingu. Heimsending er einungis í boði á þjónustusvæði Dropp innanlands.

Því miður getur komið upp sú staða að vara í pöntun er ekki til. Ef það kemur upp þá sendum við restina af pöntuninni af stað og látum viðskiptavin vita.

7. GR. SKILAFRESTUR


Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi með verðmiðanum og í óuppteknum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið, hyggist neytandi nýta sér skilarétt sinn. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent neytanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af neytanda. Neytandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.

8. GR. GALLI

Ef neytandi kaupir gallaða(r) vöru(r) í netverslun V.M. ehf. er boðið upp á viðgerð, nýja(r) vöru(r), afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs. Neytandi er einstaklingur sem verslar í netversluninni í eigin þágu en ekki í þágu atvinnurekstrar. Það fer eftir atvikum og eðli gallans hvaða leið er valin hverju sinni. Um rétt neytanda vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003. Varðandi rétt fyrirtækja og einstaklinga sem versla í netverslun V.M. ehf. í þágu atvinnurekstrar vísast til laga um lausafjárkaup nr. 50/2000.

9. GR. MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

Þegar neytandi verslar vöru(r) í netverslun V.M. ehf. þarf að gefa upp kreditkortaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar, þ.m.t.. nafn neytanda, heimilisfang, búsetuland, símanúmer og netfang. Með því að skrá sig í meðlimaklúbb Bestseller á Íslandi í gegnum vefsíðu V.M. ehf., og með kaupum á vöru(m) í netverslun félagsins samþykkir neytandi söfnun persónulegra upplýsinga. Ef neytandi hefur ekki skráð sig í meðlimaklúbb Bestseller á Íslandi í gegnum netverslunina mun V.M. ehf. safna sömu persónuupplýsingum og að framan greinir í þeim tilgangi að hægt sé að klára pöntun á vöru(m) í gegnum netverslunina. 


 

Þegar neytandi skráir sig á póstlista V.M. ehf. fer netfang neytanda á póstlista. Hægt er að afskrá sig af póstlista V.M. ehf. með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem send er á netfang neytanda. 

V.M. ehf. fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál.

Upplýsingar frá neytanda verða ekki seldar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 


Upp geta komið tilvik þar sem V.M. ehf. þarf á aðstoð þriðja aðila til að veita ákveðna þjónustu. Í slíkum tilvikum getur félagið þurft að deila persónuupplýsingum með þriðja aðila til að það fyrirtæki geti veitt V.M. ehf., og á endanum neytanda, þjónustu. Má sem dæmi nefna vinnslu á debet- og kreditkortafærslum fyrir V.M. ehf. Einnig þarf félagið að láta flutningsaðila fá heimilisfang og símanúmer svo að hann geti sent vöru(rnar) heim til neytanda. V.M. ehf. hefur einnig gert samning við þriðja aðila um skýjaþjónustu en hún er netþjónusta sem gerir félaginu kleift að nota hugbúnað og tæki hjá skýjaþjónustunni. Slík þjónusta felst m.a. í því að varðveita upplýsingar í netþjónum og veflausnum. Slíkir þjónustuaðilar hafa í gildi viðeigandi stefnur og verkferla til að tryggja að upplýsingar sem þeir meðhöndla séu varðveittar með öruggum hætti hverju sinni.

V.M. ehf. takmarkar persónuupplýsingar sem þriðja aðila er veittar og eru slíkar persónuupplýsingar aðeins veittar í þeim tilgangi að veita neytanda slíka þjónustu. V.M.  ehf. veitir slíkum þriðju aðilum strangt eftirlit til að tryggja friðhelgi viðskiptavina sinna. 

V.M. ehf. notar myndavélaeftirlit í verslun sinni. Upptökurnar eru geymdar í dulkóðuðum skrám í allt að 90 daga og þeim eytt eftir það. Ef þær tengjast rekstri máls fyrir dómstólum þá eru þær hugsanlega geymdar lengur.

Greiðsluupplýsingar eru ávallt sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun. 

Öll meðhöndlun persónuupplýsinga þeirra sem neytandi gefur V.M. ehf. er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Persónuupplýsingum er fyrst og fremst safnað til þess að hægt sé að versla í netversluninni og bæta þjónustu við neytanda. 

Með því að nota vefsíðu og netverslun V.M. ehf. veitir neytandi ótvírætt samþykki sitt og viðurkennir vinnslu og skráningu V.M. ehf. á persónuupplýsingum sínum.

10. GR. VAFRAKÖKUR (E. COOKIES)

“Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforrit neytanda geymir í tölvu hans að beiðni netþjóna. V.M. ehf. notar þessar upplýsingar m.a. til að bera kennsl á notandann og vita hversu oft hann heimsækir vefsíðuna/netverslunina, hvað neytandi setur í körfuna sína, hvernig fyrri pantanir neytanda voru og til að kynna neytanda fyrir vörum sem gætu vakið áhuga.

Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þörfum neytanda og notar V.M. ehf. vefkökur aðallega til að gera vefsíðuna og netverslunina ánægjulegri í notkun fyrir neytandann og bæta hans upplifun.

Vafrakökurnar eru ýmist notaðar fyrir tilteknar þjónustuleiðir eða til þess að safna tölfræðilegum upplýsingum til að bæta vefsíðu V.M. ehf. Sumar vafrakökurnar eru tímabundnar og hverfa því þegar notandinn fer af vefsvæðinu en aðrar haldast lengur inni. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notandans og muna val og/eða aðgerðir hans á vefsvæðinu og muna því fyrri aðgerðir til að gera notandanum auðveldara fyrir að vafra um vefsvæðið.  Að auki eru notaðar staðbundnar vafrakökur sem eru tengdar tilteknum markaðsherferðum og hverfa þegar herferðunum lýkur.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að neytandi þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt neytandi kjósi að leyfa ekki vafrakökur getur neytandi samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu V.M. ehf., þar á meðal verslunarkerfið. 

V.M. ehf. notar Google Analytics frá Google og Facebook Pixels til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefsvæðið eru ýmsum nafnlausum upplýsingum safnað saman og þær sendar V.M. ehf., t.d. frá hvaða vefsvæði er komið, tími og dagsetning komu á vefsvæðið, leitarorð sem notað var og gerð vafra og stýrikerfis. V.M. ehf. notar þessar upplýsingar svo til að gera endurbætur á vefsvæði sínu notendum sínum til hagsbóta. Google Analytics og Facebook Pixels nota sínar eigin kökur en V.M. ehf. áskilur sér rétt til að birta notendum vefsvæðisins og klúbbmeðlimum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google Analytics og Facebook Pixels. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð vafrakaka og geta þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar slökkt á notkun þeirra.

Með því að nota netverslun V.M. ehf. samþykkir neytandi að V.M. ehf. safni upplýsingum sjálfkrafa með vafrakökum.

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á
http://www.aboutcookies.org.uk/. Möguleikar neytanda á notkun vefsíðu V.M. ehf. gætu takmarkast við slíkar breytingar

11. GR. LÖG OG VARNARÞING

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjaness. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nú nr. 90/2018), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað

SAMDÆGURS HEIMSENDING

Dropp býður upp á samdægurs heimsendingu á sendingum sem mótteknar eru fyrir kl. 14 á höfuðborgarsvæðinu og í eftirfarandi póstnúmerum.

Höf.borgars. og Suðurnes

Vesturland

Suðurland

170 Seltjarnarnes

230 Reykjanesbær

235 Reykjanesbær

245 Suðurnesjabær

250 Suðurnesjabær

260 Reykjanesbær

262 Reykjanesbær

300 Akranes

800 Selfoss

810 Hveragerði

815 Þorlákshöfn

820 Eyrarbakki

825 Stokkseyri