SKILAREGLUR BESTSELLER.IS

Þessar skilareglur eiga einungis við netverslun Bestseller en ekki verslanir Bestseller í Kringlunni og Smáralind. Viðskiptavinur getur valið milli þess að skila vöru og skipta vöru. Vilji viðskiptavinur skila vöru og fá endurgreitt þarf það að gerast innan 14 daga frá afhendingu (skráð af sendingarþjónustu). Vilji viðskiptavinur skipta vöru eða fá inneignarnótu hjá verslunum Bestseller þá þarf slíkt að gerast innan 30 daga frá afhendingu (skráð af sendingarþjónustu).

Hvernig skila ég vöru?

Það er hægt er að skila vörum til okkar í þjónustuborð Bestseller.is innan 14 daga og fá endurgreitt eða inna 30 daga til þess að fá inneignarnótu. Þjónustuborðið er staðsett innst inn í verslun Selected í Smáralindinni. Greiðslukvittun sem fylgir með pöntun þarf alltaf að vera til staðar óski viðskiptavinir eftir að skila eða skipta. Endurgreiðsla er aðeins framkvæmd í afgreiðslu Bestseller.is inn í Selected, Smáralind og rafrænt gegn móttöku vöru í vöruhús okkar.

Vörur má senda til baka með Dropp

1. Til að skrá skilin, farðu inn á dropp.is og smelltu á "vöruskil". Fylgdu síðan leiðbeiningunum sem þar birtast.
2. Pakkaðu vörunni í poka. Hún verður að vera ónotuð, án utanaðkomandi lykt, og með öll verðmiðaspjöld. Allir verðmiðar og pakkningar sem fylgja vörunni verða einnig að vera í óbreyttu ástandi. Ef varan er í pakkningu, til dæmis skór í skókassa, þarf pakkningin að vera óskemmd, en þú mátt taka flíkur úr plastpokum til að máta þær. Ef varan uppfyllir ekki þessi skilyrði verður hún send til baka til neytandans á hans kostnað.
3. Settu skilamiðann utan á pakkanum sem fylgdi með pöntuninni. Gakktu úr skugga um að skilamiðinn hylji sendingarmiðann á pakkanum.
4. Skilaðu pakkanum til þess dreifingaraðila sem tilgreindur er á skilamiðanum. Þú ættir ekki að þurfa að greiða neitt fyrir skilin á afhendingarstaðnum, þar sem skilagjaldið er dregið frá endurgreiðslunni í vöruhúsi okkar.
5. Geymdu kvittunina sem þú færð í tölvupósti frá Dropp eftir að þú hefur skilað sendingunni. Við vinnum skilaferlið eins fljótt og auðið er.

*Ef þú notar annan dreifingaraðila til að skila, þá ert þú ábyrg(ur) fyrir sendingunni þar til hún berst vöruhúsi okkar.

ATH: Viðskiptavinir hafa 14 daga frá afhendingu til að skila vöru/vörum gegn endurgreiðslu, sé vöru skilað eftir þann frest er gefin út inneignarnóta að andvirði vörunnar. 

Hvernig skipti ég vöru?

Þú getur skipt vörum í öllum verslunum Bestseller innan 30 daga. Þú kemur með vöruna í viðeigandi verslun (sem selur vöruna) til þess að skipta um stærð, í aðra vöru eða fá inneignarnótu. Greiðslukvittun (eða skiptimiði) þarf alltaf að vera til staðar. 


Frekari upplýsingar:  

Ef þú óskar eftir að skipta í aðra stærð mun Bestseller senda þér nýja stærð á þinn kostnað. Ef varan reynist gölluð endurgreiðir Bestseller vöruna og sendingargjald að fullu. Ef neytandi kaupir gallaða(r) vöru(r) í á bestseller.is er boðið upp á viðgerð, nýja(r) vöru(r), afslátt eða endurgreiðslu kaupverðs.  

Ekki er heimilt að skila né skipta eftirfarandi vörum. Gjafamiðar eru þar af leiðandi ekki settir á þessar vörur.

  • Nærfötum 
  • Sundfötum 
  • Sokkabuxum 
  • Útsöluvörum 
  • Eyrnalokkum 

Ekki er hægt að skila vörum sem hafa verið styttar eða sniðnar sérstaklega fyrir kaupanda.

Ertu ekki búin/n að finna rétta svarið? Leyfðu okkur að hjálpa! Sendu okkur tölvupóst á BESTSELLER@BESTSELLER.IS