EFNI OG MEÐHÖNDLUN

Efni notuð í framleiðslu vefnaðar skiptast almennt í tvo hópa; annars vegar náttúruleg efni og hins vegar gerviefni.

NÁTTÚRULEG EFNI

Náttúruleg efni eru ýmist unnin úr trefjum sem finnast í náttúrunni (t.d. bómull og hör) eða úr dýraafurðum (t.d. ull og leður). Bestseller leggur ríka áherslu á mannúðlega vinnslu dýraafurða; ullin okkar er Mulesing frí og leðrið okkar er fengið af dýrum ætluðum til manneldis.

ÞVOTTUR OG MEÐHÖNDLUN

Þvottur og meðhöndlun skiptir miklu máli þegar kemur að endingu og notkun fata. Þú getur kynnt þér algeng þvottamerki og fengið góð ráð hér.

EFNABLÖNDUR

Efni úr hvorum flokki fyrir sig hafa sína kosti og galla en með því að blanda saman náttúrulegum efnum og gerviefnum má bæta eiginleika þeirra og endingu.

GERVIEFNI

Gerviefni eru framleidd á ýmsan hátt en það skilur þau frá náttúrulegum efnum er að þau eru framleidd úr manngerðum trefjum. Þú getur kynnt þér eiginleika gerviefna