GERVIEFNI

Gerviefni, líkt og náttúruleg efni, skiptast í tvo flokka:
Annars vegar efni unnin úr náttúrulegum trefjum og hins vegar efni framleidd úr manngerðum trefjum.

Bestseller leggur mikla áherslu á sjálfbæra framleiðslu og hefur á undanförnum árum tekið markviss skref í átt að bættri sjálfbærni og framleiðsluháttum.

Stór hluti þeirra vara sem innihalda gerviefni í verslunum okkar eru framleiddar úr endurunnum efnum, þá sérstaklega Polyester sem unnið er úr endurunnum plastflöskum!

Þú getur kynnt þér sjálfbærnisskýrslu BESTSELLER hér.

Gerviefni úr náttúrulegum trefjum (Regenerated fibers)

Gerviefni unnin úr náttúrulegum trefjum, oft kölluð „hálf gerviefni“ (semi-synthetics), eru efni unnin úr náttúrulegu hráefni með notkun efna og aðferða sem tíðkast við framleiðslu gerviefna.

EcoVero™

EcoVero™ er unnið úr beðmi (sellúlósa) trjáa.

EcoVero™

EcoVero™ er unnið úr beðmi (sellúlósa) trjáa.

Kostir: Þægilegt og fellur fallega. Þolir vel ljós og allan almennan þvott, heldur lit einstaklega vel. Viscose er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Gallar: Krumpast hæglega og vill minnka/verpast í þvotti (efnið jafnar sig vel við straujun/gufun, oft er gott að toga buxur/ermar til á meðan flíkin er blaut).

Cupro (Cuprammonium Rayon)

Cupro er unnið úr beðmi (sellúlósa) og er oft hliðarvara bómullarframleiðslu.

Kostir: Þægilegt og mjúkt og líkist silki í útliti en þolir allan almennan þvott, ólíkt silki.

Gallar: Krumpast auðveldlega.

Modal (Lenzing™ Modal)

Modal er unnið úr beðmi beikitrjáa.

Kostir: Mjúkt og oft teygjanlegt. Efnið andar vel og minnkar minna í þvotti en aðrar tegundir af Rayon efnum. Heldur lit mjög vel og krumpast lítið. Modal er umhverfisvænna í framleiðslu en aðrar tegundir af Rayon og er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Gallar: Efnið er kalt.

Tencel Lyocel

Lyocell er unnið úr beðmi.

Kostir: Lyocell andar vel, heldur lit vel og er auðvelt meðhöndlunar. Lyocell er niðurbrjótanlegt í náttúrunni.

Gallar: Oft kalt og vill krumpast. 

Gerviefni eru flest framleidd úr plasti, með mismunandi aðferðum og efnum er hægt að framkalla ólíka eiginleika í efninu. Flest hefðbundin gerviefni anda ekki; þar að leiðandi halda þau vel hita en hleypa engum raka frá sér.

Polyamide/Nylon

Kostir: Einstaklega sterkt, krumpast hvorki né minnkar við þvott.

Gallar: Rafmagnað, getur með tímanum dofnað í mikilli birtu.

Polyester

Kostir: Sterkt og endingargott efni sem þolir vel allan þvott og sólarljós.

Gallar: Rafmagnað.

Acrylic/Acryl

Líkist ull í útliti og áferð.

Kostir: Létt, mjúkt og einstaklega hlýtt. Acryl tekur lit vel og dofnar ekki í sólarljósi, heldur formi og minnkar hvorki né krumpast.

Gallar: Viðkvæmt fyrir hita, bæði í þvotti og notkun. Getur verið rafmagnað og hnökrað.