EFNABLÖNDUR

Þegar gervi- og náttúrulegum efnum er blandað saman er hægt að nýta eiginleika beggja, í
þokkabót verður efnið sterkara en ella og verður almennt auðveldara í notkun, t.d. í þvotti.

Bómull og gerviefni

Gerviefnin auka endingu og gera flíkina léttari og auðveldari í þvotti. Hrein bómull krumpast mikið en þegar gerviefni er blandað saman við bómullina minnka líkurnar á að flíkin krumpist óhóflega.
Bómull er mjúk og þægileg í notkun, meðal annars vegna þess að efnið andar vel og dregur í
sig raka frá líkamanum en það stillir líkamshita og heldur viðkomandi svölum í hita.

Elastane og bómull/ull

Ofin eða prjónuð efni sem innihalda 1-5% elastane eru teygjanlegri en ella og gera aðsniðnar eða þröngar flíkur þægilegri.

Ull og gerviefni

Flíkin verður léttari, sterkari og auðveldari í þvotti ef gerviefni er blandað saman við ullina. Ullin heldur þó áfram sínum eiginleikum; hún andar enn vel og heldur því á þér hita á meðan hún dregur í sig raka frá líkamanum og heldur hitastiginu jöfnu.

Ull og Viscose

Flíkin verður hlýrri og krumpast minna eftir því sem hún inniheldur meiri ull. Viscose-in
eykur hreyfingu efnisins og í kjölfarið fellur það fallega og minni líkur eru á að það þæfist
í þvotti.

Viscose og önnur gerviefni

Þar sem Viscose hefur marga af eiginleikum náttúrulegra efna bætir það öndun efnisins
á sama tíma og gerviefnin auka styrk þess, draga úr krumpum, auka endingu og auka
þol efnisins í þvotti.