NÁTTÚRULEG EFNI

Náttúruleg efni eru efni unnin úr trefjum sem finnast í náttúrunni og skiptast þau í tvo flokka; annars vegar efni sem unnin eru úr plöntuafurðum og hinsvegar efni sem unnin eru úr dýraafurðum.

BESTSELLER leggur mikla áherslu á sjálfbæra framleiðslu og hefur á undanförnum árum tekið markviss skref í átt að bættri sjálfbærni og framleiðsluháttum.

Þú getur kynnt þér sjálfbærnisskýrslu BESTSELLER hér.

PLÖNTUAFURÐIR

BÓMULL

Náttúrulegt efni unnið úr trefjum sem myndast
í kringum fræ bómullarplöntunnar.

Kostir: Bómull er mjúk og þægileg; efnið andar vel og dregur í sig raka frá líkamanum og stillir þannig hita.

Gallar: Bómull krumpast auðveldlega en krumpurnar má auðveldlega strauja/gufa úr. Bómull þolir vel klór og flestan þvott/þurrkun við háan hita en getur í minnkað um 3-5%.

HÖR/LÍN

Hör er náttúrulegt efni unnið úr lín plöntunni.

Kostir: Þægilegt, létt, dregur vel í sig raka frá líkamanum og stillir þannig hita. Hör er sterkt efni og þolir allan þvott.

Gallar: Krumpast hæglega, minnkar í þvotti og heldur illa dökkum litum

RAMIE

Ramie er náttúrulegt efni unnið úr trefjum
plantna í netlu fjölskyldunni, svipar til hörs.

Kostir: Sterkt efni ef það er rétt meðhöndlað, dregur í sig raka og stillir hita.

Gallar: Krumpast og getur minnkað í þvotti.

DÝRAAFURÐIR

Efni unnin úr dýraafurðum eru framleidd úr hári eða skinni dýra.

BESTSELLER leggur ríka áherslu á mannúðleg vinnubrögð.
Allt okkar leður er fengið af dýrum sem ætluð eru til manneldis og öll ull notuð við framleiðslu er Mulesing-free.

SILKI

Silki er náttúrulegt, skínandi efni unnið úr
þráðum silki ormsins.

Kostir: Krumpast lítið, þægilegt, heldur sér vel í þvotti.

Gallar: Viðkvæmt fyrir miklu sólarljósi, viðkvæmt og erfitt að þvo (oft bara þurrhreinsað), viðkvæmt fyrir straujun og gufun.

LEÐUR

Leður er unnið úr húð dýra – BESTSELLER
notar eingöngu húð af dýrum sem ætluð eru til manneldis.

Kostir: Eiginleikar efnisins eru breytilegir eftir tegund þess en almennt heldur það hita vel og veitir góða vörn gegn vatni, snjó og vindi.

Gallar: Má ekki þvo. Viðkvæmt fyrir skrámum og sérstaklega viðkvæmt fyrir bleytu/snjó ef óvarið, þ.a.l. er mjög mikilvægt að nota leðuráburð/sprey til að koma í veg fyrir bletti og skemmdir.

ULL

Til eru margar tegundir af ull en þær sem eru mest notaðar hjá Bestseller eru Merino ull, Lamba ull, Alpaca og Kashmir.

Kostir: Ull er einstaklega hlý og dregur í sig raka án þess að blotna í gegn. Krumpast lítið.

Gallar: Þarf sérstaka meðhöndlun í þvotti. Olnboga- og hné för geta myndast við mikla notkun.