ÞVOTTUR OG MEÐHÖNDLUN

Góð ráð

Við hvetjum viðskiptavini til að spara óhóflegann þvott; ekki bara er það betra fyrir náttúruna heldur lengir það líftíma fatanna!

Í mörgum tilfellum er meira en nóg að strauja/gufa krumpaðar skyrtur, renna fatarúllu yfir rykugar buxur eða lofta út flíkur sem ekki eru notaðar reglulega.

Ull

 • Gott er að leggja þykkar og þungar ullarpeysur flatar til þerris; þetta kemur í veg fyrir að far myndist eftir klemmur/herðatré.
 • Superwash ull er meðhöndluð á sérstakan hátt svo hægt sé að þvo hana með venjulegum þvotti; ull af þessu tagi er best að þvo í vél til að koma í veg fyrir að flíkin stækki við þvott.

Bómull, hör og hálf gerviefni

 • Til að takmarka krumpur eftir þvott er gott að strjúka fast yfir flíkina til að slétta úr henni.
 • Skyrtur er gott að þurrka á herðatré svo ekki komi för í faldinn/axlirnar eftir þvottaklemmur.
 • Dökkar gallabuxur er best að þvo á röngunni og með öðrum dökkum þvotti eða einar og sér.
 • Flíkur úr bómull og hör er gott að þvo ekki á hita hærri en 40°c til að takmarka minnkun í þvotti.
 • Viscose vill hlaupa og verpast í þvotti; gott er að toga flíkina til í upprunalegt form á meðan hún er enn blaut. Viscose jafnar sig við gufun/straujun.

Leður

 • Leður má ekki þvo svo gott er að strjúka flíkina með rökum klút til að ná í burt blettum.
 • Leður sem er mikið notað á það til að þorna og lýsast, gott er að bera reglulega á flíkina til að koma í veg fyrir þetta.
 • Með góðum áburði og góðri leðurvörn getur flíkin enst þér ævina!

Gerviefni

 • Sum gerviefni og þá sérstaklega Elastane þola illa háan hita og geta bráðnað eða orpist séu þau þvegin við of hátt hitastig.
 • Sum gerviefni eiga það til að hnökra; þú getur náð hnökrinu af með hnökravél eða með því að strjúka létt yfir flíkina með rakvél.

Algeng þvottamerki