JAFNLAUNASTEFNA BESTSELLER
Jafnlaunastefna Bestseller liggur til grundvallar allra launaákvarðana hjá fyrirtækinu. Það er stefna Bestseller að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að allir starfsmenn njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Stefnan byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Til grundvallar launaákvörðunum liggja kjarasamningar, flokkun starfa og starfslýsingar. Laun taka mið af ýmsum þáttum til að mynda umfangi og eðli starfs, starfsreynslu og frammistöðu í starfi. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar í samráði við næsta yfirmann og mannauðsstjóra.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012.
Bestseller skuldbindur sig til að:
- Starfrækja jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum, skjalfesta og viðhalda því í samræmi við kröfur staðalsins.
- Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kynjum sem grunnur að markmiðasetningu í jafnlaunamálum.
- Kynna helstu niðurstöður fyrir starfsmönnum.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma.
- Kynna jafnlaunastefnuna fyrir öllum starfsmönnum fyrirtækisins og hafa hana aðgengilega á Fésbókarsíðu starfsmanna og á vef fyrirtækisins, www.bestseller.is
Framkvæmdastjóri Bestseller ber ábyrgð á jafnlaunastefnu fyrirtækisins og að jafnlaunakerfi Bestseller sé framfylgt. Mannauðsstjóri Bestseller ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.
Samþykkt af yfirstjórn Besteller 22. júní 2021.
Reglugerðina má kynna sér hér.