MANNAUÐSSTEFNA BESTSELLER
Við leggjum ríka áherslu á að starfsfólki líði vel í starfi og upplifi sig sem hluta af öflugri og metnaðarfullri liðsheild. Mikil áhersla er lögð á jákvæðan starfsanda, gott upplýsingaflæði, að starfsfólk sýni frumkvæði og ábyrgð í starfi og veiti framúrskarandi þjónustu. Við fögnum fjölbreytileika og viljum skapa skemmtilegt, nærandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi þar sem starfsmenn geta eflst og vaxið.
Ráðningar og móttaka nýrra starfsmanna
Hjá Bestseller er staðið faglega að ráðningu nýs starfsfólks en rík áhersla er lögð á að ráða hæft og áhugasamt starfsfólk hverju sinni. Við viljum taka vel á móti öllu nýju starfsfólki og þannig stuðla að jákvæðri upplifun. Við leggjum áherslu á að nýir starfsmenn fái viðeigandi þjálfun og öðlist fljótt þekkingu á fyrirtækinu og færni í þeim verkefnum sem tilheyra viðkomandi starfi.
Starfsandinn
Lagt er mikið upp úr því að viðhalda góðum starfsanda, að fólki líði vel í vinnunni og hlakki til að mæta til starfa. Hjá Bestseller eru boðleiðir stuttar og við leggjum áherslu á jákvæðni, gagnkvæma virðingu, samvinnu og hjálpsemi. Við aðhyllumst skýr og raunhæf markmið, heiðarlega endurgjöf, leiðbeinandi ábendingar og hrós.
Jafnrétti
Áhersla er lögð á að allir starfsmenn séu metnir að verðleikum og njóti jafnra tækifæra. Fyrirtækið hefur sett sér jafnréttisáætlun og vinnur eftir henni. Bestseller er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur markað sér jafnlaunastefnu sem liggur til grundvallar allra launaákvarðana hjá fyrirtækinu.
Starfsþróun
Bestseller reynir eins og kostur er að skapa tækifæri fyrir starfsfólk að vaxa og þróast í starfi og takast á við ný, skemmtileg og spennandi verkefni, hvort það er í núverandi starfi eða í nýju starfi hjá fyrirtækinu.
Samþykkt af yfirstjórn Bestseller 25. janúar 2022.