VITUND

Við hjá BESTSELLER á Íslandi leggjum mikla áherslu á sjálfbæra framleiðslu, sem og vitund og þekkingu á áhrifum sem fyrirtæki kunna að hafa á umhverfishætti og hvernig við getum dregið úr þeim umhverfisáhrifum. BESTSELLER höfuðstöðvarnar hafa á undanförnum árum tekið markviss skref í átt að bættri sjálfbærni og framleiðsluháttum. 

Þú getur kynnt þér sjálfbærnisskýrslu BESTSELLER hér.

LOFTSLAGSÁHRIF

Framtíðarsýn BESTSELLER í loftslagsmálum er að framleiðsla og viðskiptahættir munu hafa jákvæð áhrif á loftslag jarðarinnar á þann veg að fyrirtækið mun vinna gegn gróðurhúsaáhrifum og þannig fjarlægja fleiri gróðurhúsalofttegundir en við losum frá okkur. Þessi stefna hjá höfuðstöðvum BESTSELLER kallast "Fashion Forward og hægt er að lesa nánar um hana hér

Til þess að draga úr loftslagsáhrifum mun BESTSELLER leggja sitt af mörgum við að endurskoða hvernig við neytum orku, vatns, efna og hráefna, sem og að finna leiðir til þess að gera úrgang okkar að auðlind. 

FÓLKIÐ

BESTSELLER erlendis jafnt og hérlendis leggur mikið uppúr því að bjóða uppá störf sem eru örugg, vernda mannréttindi, sem og veita sanngjarnar tekjur og tækifæri fyrir alla. 

BESTSELLER leggur mikilvægi í því að hafa jákvæð áhrif á líf fólks sem hannar, framleiðir, flytur og selur vörurnar okkar. Fyrirtækið stuðlar einnig að því að byggja upp jákvæða og flotta starfsmenningu. 

Hægt er að lesa meira um stefnu BESTSELLER í mannauðsmálum hér

UNDIRBÚA HRINGRÁS FRAMTÍÐARINNAR

Framtíðarsýn BESTSELLER: Til að lágmarka sóun og halda auðlindum í notkun munum við forgangsraða skilvirkni og endurnýtingu auðlinda á öllum stigum, allt frá trefjum til vatns og efna til neytenda.

Aukinn skortur á auðlindum vegna loftslagsáhrifa getur leitt til hættu á óstöðugu framboði. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tískuiðnaðurinn vinni höndum saman í að finna kerfi og lausnir sem standa vörð um takmarkaðar auðlindir heimsins og útýrma sóun. 

Hægt er að lesa meira um stefnu BESTSELLER varðandi hringrás framtíðarinnar hér